Húsgagnasmíði I

Current Status
Not Enrolled
Price
89.500
Get Started

Verð: 89.500 kr. Þú hefur ekki skráð þig á þetta námskeið ennþá.


Lýsing á námskeiðinu

Námskeið fyrir þá sem vilja læra að nota handverkfæri við fínsmíði á ýmsum hlutum s.s. húsgögnum og nytjahlutum.
Frá grunni læra þátttakendur að smíða verkfærakassa úr efnivið sem hefur þegar verið efnaður í lengdir.
Kúnstin er að læra mæla, saga og hefla með ýmsum verkfærum sem henta hverju sinni og setja saman vandaðan hlut.
Samsetning byggir á geirneglingu og fleiri „lásum“ en ekkert lim er notað við samsetningu verkefnisins né skrúfur eða naglar.
Mjög skemmtilegt námskeið fyrir áhugasama því þeir kynnast mörgum hliðum á smíði með fjölbreyttum vönduðum handverkfærum í góðu umhverfi.
Kennarinn kryddar mjög efnið með þekkingu sinni og fjöldi þátttakenda er stillt í hóf og hver hefur sína vinnuaðstöðu/hefilbekk fyrir sig allan tímann.

Þú munt læra:

  • Að nota handverkfæri, ss hefla, sporjárn, sagir, og hin ýmsu mælitæki til trésmíða. Vandað námskeið í grunntækni við húsgagnasmíði.
  • Smíðaður er kassi með nokrum samsetningaraðferðum.
  • Eingöngu er unnið með handverkfærum, ekki notaðar vélar og ekki sandpappír.
  • Allt efni er innifalið og verkfæri útveguð.