Óflokkað

Silfursmíði gróft & brennt

Staða
Ekki skráð/ur
Verð
49000
Skráning

Silfursmíði gróft & brennt er  fyrir byrjendur og þá sem eru áhugamenn í silfursmíði og vilja læra að nota logann til að breyta formi silfurs með ýmsum hætti.
Að bræða og bretta silfur hefur verið þekkt á Íslandi í tugi ára og stundum nefnt Jens aðferðin.
Hilmar leggur mikið upp úr því að nemendur geti haft frjálsar hendur í smiðinni og læri þessa skemmtlegu aðferð, gróft & brennt, sem er frjálslegri en hefðbundin silfursmíði.
Ekki er unnið mikið með silfursög og nákvæmar málsetningar heldur fær loginn og klippurnar að ráða ferðinni og sköpunargleðin ræður ríkjum.