Fréttir

Stórlækkað verð á silfurleir

Handverkshúsið hefur fengið einkaleyfi á sölu ArtClay silfurleir á Íslandi og mun leggja metnað sinn í útbreiðslu á vörunum gegnum námskeiðahald.
Fyrsta sendingin beint frá Japan er komin í hús, mikið úrval af verkfærum, silfurleir og byrjendasettum. Mikil verðlækkun á vörunum er samfara þessum breytingum eða rétt um helmingslækkun. 

 

Handverkshúsið hefur tekið þá línu í þjónustu sinni að sækja vörur beint til framleiðanda og ná þannig að vera vel samkeppnishæfir í verðum á heimsvísu. 
Silfurleirinn hjá okkur er nú nokkuð ódýrari en hjá mörgum söluaðilum á Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið.
Með þessu vonumst við til að viðskiptavinir okkar sem hafa tekið silfurleirnum vel muni getað óhindrað unnið úr efnunum í sköpun sinni.

SKOÐIÐ ART CLAY ÚRVALIÐ UNDIR “MÁLMUR”