Fréttir

Opið hús 7.janúar kl.14-16 – Námskeiðskynning

LEIÐBEINENDUR KYNNA  NÁMSKEIÐIN

Opið hús er fastur partur í kynningu okkar á námskeiðunum þar sem leiðbeinendur hvers námskeiðs sýnir handbragðið og svarar spurningum áhugasamra gesta.  Námskeiðin þessa önnina verða um 20 talsins og sum haldin 2-3 sinnum á næstu mánuðum.  Námskeiðin okkar byggja á stuttum grunnnámskeiðum sem taka 1-3 kvöld eða laugardag og eru allar græjur og efnið útvegað fyrir hvern þátttakanda. 

Skráning á námskeiðin er hægt að gera með eftirfarandi hætti (hálft gjaldið alltaf greitt við skráningu):

– Hringja í okkur í síma 555-1212

– Senda póst á namskeid@handverk.webdev.is

– Koma í Bolholt 4 og ganga frá skráningu

– eða hér á handverkshsudis.is/namskeid er hægt að ganga alfarið frá skráningunni

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn eða þá síðar en umfram allt ef þú hefur áhuga þá hefst gamanið með stuttu námskeiði.

Þú átt leik !

Handverkshúsið